fbpx

Næstu námskeið

Skráning

Skráning stendur nú yfir á námskeið á vorönn 2021. 

Hér fyrir neðan má sjá dagsetningar fyrir næstu námskeið. 

Einungis eru 15 laus sæti á hvert námskeið. Skráning er staðfest með því að greiða staðfestingargjald sem er 25,000 kr. en fullt verð á námskeiðið er 88,500 kr. Kennslubókin er innifalin í námskeiðsgjaldinu. 

Námskeið hefst 3. mars

  • 3. mars – Kynningarfundur á Zoom frá kl. 11:30-12:15, farið yfir kennsluáætlun og aðgangur veittur að kennsluefni. 
  • 17. mars – Fyrsti verklegi tími, frá kl. 13-17 – staðarkennsla, staðsetning auglýst síðar. 
  • 18. mars – Annar verklegi tími, frá kl. 13-17 – staðarkennsla, staðsetning auglýst síðar. 
  • 19. mars – Þriðji verklegi tími, frá kl. 13-17 – staðarkennsla, staðsetning auglýst síðar. 
  • 24. mars – 15 mín. munnlegt próf á Zoom.

Fullt er á námskeiðið sem hefst 3. mars.

Ráðstafanir vegna Covid-19

Ef til þess kemur að ekki verður hægt að halda staðarkennslu vegna sóttvarnarlaga þá verða verklegir tímar færðir yfir á Zoom. Það reyndist okkur vel á síðustu námskeiðum í þriðju bylgju Covid og því erum við öruggar um að geta haldið kennsluna þó að við náum ekki að hittast, sem er þó alltaf fyrsti kostur. 

Skráning lokar eftir

Daga
Klukkutíma
Mínútur
Sekúndur

Námskeið hefst 14. apríl

  • 14. apríl – Kynningarfundur á Zoom frá kl. 11:30-12:15, farið yfir kennsluáætlun og aðgangur veittur að kennsluefni. 
  • 21. apríl – Fyrsti verklegi tími, frá kl. 13-17 – staðarkennsla, staðsetning auglýst síðar. 
  • 28. apríl – Annar verklegi tími, frá kl. 13-17 – staðarkennsla, staðsetning auglýst síðar. 
  • 5. maí – Þriðji verklegi tími, frá kl. 13-17 – staðarkennsla, staðsetning auglýst síðar. 
  • 12. maí – 15 mín. munnlegt próf á Zoom.

Ef dagsetningar næstu námskeiða henta ekki, en þú vilt fá upplýsingar um komandi námskeið, getur þú skráð þig á póstlista og fengið forgang í skráningu á næsta námskeið.

Skráning á póstlista

Algengar spurningar

Ef þú finnur ekki svarið – sendu okkur þá póst á lilja(at)sattaleidin.is 

Miðað er við að halda námskeið bæði á haustönn og vorönn ár hvert, svo lengi sem lágmarksþátttaka náist. Hægt er að sjá upplýsingar um skráningu á næsta námskeið hér.

Námskeiðið kostar 88,500 kr. og er ígildi 5 ECTS eininga. Kennslubók fylgir með í námskeiðsgjaldi. 

Flest stéttarfélög bjóða upp á styrki til endurmenntunar. Hafðu samband við þitt stéttarfélag til að fá nánari upplýsingar. 

Með því að ljúka námskeiðinu hafa þátttakendur jafnframt uppfyllt skilyrði Sáttar til þess að vera í fagdeild félagsins og á lista Sáttar yfir starfandi sáttamiðlara. Sáttamiðlaraskólinn jafngildir 5 ECTS einingum. 

Þátttakendur verða að hafa lokið háskólanámi, ef tilgangur þeirra er einnig að öðlast inngöngu í fagdeild Sáttar, þar sem það er forkrafa. 

Kostur en ekki skilyrði er að þátttakendur hafi lært samningatækni, þar sem það nýtist vel í náminu. 

Við gerum þá kröfu að nemendur taki þátt í að minnsta kosti tveimur af þremur verklegum vinnudögum og að nemandi skili inn verkefni í stað þátttöku á vinnudegi.

Skráning

Við hlökkum til að sjá þig bætast við í hóp sáttamiðlara framtíðarinnar