fbpx

Lærðu að leysa deilur á uppbyggilegan og árangursríkan hátt

Sáttamiðlun

Sáttamiðlun er aðferð til lausnar ágreinings, þar sem tveir eða fleiri aðilar taka sjálfviljugir þátt. Með hjálp óháðs og hlutlauss sáttamiðlara vinna aðilar að því að finna sjálfir lausn á ágreiningi, sem þeir meta viðunandi fyrir alla aðila, í gegnum skipulagt og mótað ferli.

Sáttamiðlaraskólinn uppfyllir skilyrði til inngöngu í fagdeild Sáttar, félags um sáttamiðlun. Nánar má lesa um starfsemi félagsins á heimasíðu félagsins

Markmið

Markmið Sáttamiðlaraskólans er að auka framboð á námi í sáttamiðlun á Íslandi og að veita bestu mögulegu fræðslu og þjálfun til verðandi sáttamiðlara.

Sýn

Sýn okkar er að sáttamiðlun verði útbreitt og viðurkennt úrræði við úrlausn deilumála. Sáttamiðlun felur í sér friðsamlega úrlausn deilumála sem er samfélaginu öllu til hagsbóta.

Gildi

Kostir sáttamiðlunar

Sáttamiðlari aðstoðar aðilana við að leysa deiluna sín a milli. Það gerir hann með umræðum og með því að mæta þörfum aðilanna eins vel og hægt er. Þess vegna er lausn í sáttamiðlun oft betri en dómur eða ákvörðun sem er tekin af þriðja aðila.

Aðilarnir geta valið að slíta sáttamiðlunini á hvaða tímapunkti sem er, þar sem ferlið er valfrjálst.

Sáttamiðlarinn leysir ekki deiluna eða gefur ráð, heldur leitast hann við að hlustað sé á aðilana og að þeirra sjónarmið komi fram. Aðilarnir sjálfir eiga samtalið og lausnina. Lögfræðingar aðilanna geta veitt ráð á meðan á sáttamiðlun stendur ef svo ber undir. 

Það er enginn sem tapar í sáttamiðlun þegar áhersla er lögð á samtal og sameiginlega lausn. Það eitt er rík ástæða fyrir marga að velja sáttamiðlun fram yfir dómstóla.

Hvað segja fyrri nemendur?

Skráning

Við hlökkum til að sjá þig bætast við í hóp sáttamiðlara framtíðarinnar