fbpx

Sáttamiðlaraskólinn

Lærðu að leysa deilur á uppbyggilegan og árangursríkan hátt.

Sáttamiðlaraskólinn

Lærðu að leysa deilur á uppbyggilegan og árangursríkan hátt. 


Nám í sáttamiðun fyrir þá sem vilja starfa sem sáttamiðlari eða nýta sáttamiðlun í starfi sínu. Námið er frábær leið til þess að auka við færni sína við úrlausn deilumála. 

Námskeiðslýsing og fyrirkomulag kennslu

Farið verður yfir hugmyndafræði og aðferðafræði sáttamiðlunar í fyrstu fyrirlestrum. Þátttakendur læra um ferli sáttamiðlunar og hvert hlutverk sáttamiðlara er í því ferli. Kennd verða helstu verkfæri sáttamiðlara sem verða þjálfuð frekar í verklegri kennslu. Fjallað verður um hvernig sáttamiðlarar þurfa að geta tekist á við tilfinningar í sáttamiðlun og þátttakendur læra um alla helstu kosti og galla við sáttamiðlun. Að lokum er fjallað um hvernig hægt sé að innleiða sáttamiðlun og hvernig sáttamiðlunarákvæði í samningum eru notuð. 

Þátttakendur fá aðgang að kennsluefni á vefnum þegar námskeiðið hefst. Um er að ræða 9 fyrirlestra sem eru frá 30-50 mínútur að lengd og er tilgreint í kennsluáætlun lesefni fyrir hvern fyrirlestur.


Fullt er á haustnámskeið 2020


Fullt er á haustnámskeið Sáttamiðlaraskólans sem hefst í september 2020. Hægt er að skrá sig á biðlista og fá þá upplýsingar um næsta námskeið þegar það er auglýst.


Við bendum þó á að enn eru laus sæti á þriggja daga námskeiði sem haldið verður á Akureyri í október 2020. Farið er yfir sama námsefni, en verklegu æfingarnar eru haldnar yfir 3 daga í staðinn fyrir að hópurinn hittist á tveggja vikna fresti. Nánari upplýsingar hér.


Einungis 15 sæti eru á hverju námskeiði og greiða þarf 25,000 kr. staðfestingargjald við skráningu til þess að tryggja sér sæti. Námskeiðsgjald er 88,500 kr. og er kennslubók innifalin í námskeiðsgjaldi.

Leiðbeinendurnir

Sáttamiðlari og lögfræðingur

Dagný Rut Haraldsdóttir, ll.m.


LL.M. í Mediation and Conflict Resolution frá University of Strathclyde 2015

Stjórn Sáttar frá 2016-2020.

Sáttamiðlari og lögfræðingur

Lilja BjarnaDóttir, ll.m.


LL.M. in Dispute Resolution frá University of Missouri, USA 2015

Eigandi og stofnandi Sáttaleiðarinnar ehf. 

Formaður Sáttar frá árinu 2016

Friðsamleg úrlausn ágreiningsmála

er samfélaginu öllu til hagsbóta

Helstu kostir sáttamiðlunar


Sáttamiðlun er aðferð til lausnar ágreinings, þar sem tveir eða fleiri aðilar taka sjálfviljugir þátt. Með hjálp óháðs og hlutlauss sáttamiðlara vinna aðilar að því að finna sjálfir lausn á ágreiningi, sem þeir meta viðunandi fyrir alla aðila, í gegnum skipulagt og mótað ferli. 

Virðing

Sáttamiðlari aðstoðar aðilana við að leysa deiluna sín a milli. Það gerir hann með umræðum og með því að mæta þörfum aðilanna eins vel og hægt er. Þess vegna er lausn í sáttamiðlun oft betri en dómur eða ákvörðun sem er tekin af þriðja aðila.

Hlutlaus aðili

Sáttamiðlarinn leysir ekki deiluna eða gefur ráð, heldur leitast hann við að hlustað sé á aðilana og að þeirra sjónarmið komi fram. Aðilarnir sjálfir eiga samtalið og lausnina. Lögfræðingar aðilanna geta veitt ráð á meðan á sáttamiðlun stendur ef svo ber undir. 

Allir sigurvegarar

Það er enginn sem tapar í sáttamiðlun þegar áhersla er lögð á samtal og sameiginlega lausn. Það eitt er rík ástæða fyrir marga að velja sáttamiðlun fram yfir dómstóla.

Sjálfviljugir aðilar

Aðilarnir geta valið að slíta sáttamiðlunini á hvaða tímapunkti sem er, þar sem ferlið er valfrjálst.

Hvað segja fyrri nemendur?


"


Námskeiðið var mjög vel framsett. Kennararnir vel að sér og einlæglega áhugasamar um námsefnið sem var mjög hvetjandi. Námskeiðið mun nýtast mér vel, bæði í leik og starfi. Ég myndi vilja meira af svo góðu.


Signý Valdimarsdóttir 

Félagsráðgjafi

"


Námskeiðið var hagnýtt og hnitmiðað. Dagný og Lilja eru reynslumiklar og búa yfir yfirgripsmikilli þekkingu á sviði sáttamiðlunar sem þeim tekst að miðla á skemmtilegan og fræðandi hátt. Fjarnámskerfið hentaði mér fullkomlega og auðveldaði að koma náminu fyrir í þéttskipaðri dagskrá. 


Árnný  Guðjónsdóttir
Lögmaður

"


Flott námskeið, greinargóð yfirferð yfir viðfangsefnið og afar gagnleg verkleg þjálfun. Mun óhikað mæla með þessu.


Skúli Hansen
Lögfræðingur

Algengar spurningar


Verður haldið annað námskeið? 

Já miðað er við að halda námskeiðið tvisvar á ári, svo lengi sem lágmarksfjölda er náð. Fyrir þá sem ekki komast á næsta námskeið er hægt að skrá sig á biðlista og fá upplýsingar þegar næstu dagsetningar námskeiðsins liggja fyrir. 


Hvað kostar námskeiðið? 

Námskeiðið kostar 88,500 kr. og er ígildi 5 ECTS eininga. Kennslubók fylgir með í námskeiðsgjaldi. 


Styrkja stéttafélög þátttöku á námskeiðinu? 

Flest stéttarfélög bjóða upp á styrki til endurmenntunar. Hafðu samband við þitt stéttarfélag til að fá nánari upplýsingar. 


Hvað færir námskeiðið mér? 

Með því að ljúka námskeiðinu hafa þátttakendur jafnframt uppfyllt skilyrði Sáttar til þess að vera í fagdeild félagsins og á lista Sáttar yfir starfandi sáttamiðlara. Sáttamiðlaraskólinn jafngildir 5 ECTS einingum. 


Hverjar eru forkröfurnar í námið? 

Þátttakendur verða að hafa lokið háskólanámi, ef tilgangur þeirra er einnig að öðlast inngöngu í fagdeild Sáttar, þar sem það er forkrafa. 

Kostur en ekki skilyrði er að þátttakendur hafi lært samningatækni, þar sem það nýtist vel í náminu. Skráning

Hægt er að skrá sig á biðlista og við látum þig vita þegar skráning á næsta námskeið hefst.

Skráning

Fullt er á næsta námskeið en hægt er að skrá sig á biðlista og við látum þig vita þegar skráning á næsta námskeið hefst.

© Sáttamiðlaraskólinn 2019. Allur réttur áskilinn.