fbpx

Námskeiðslýsing

Efnistök

Farið er yfir hugmyndafræði og aðferðafræði sáttamiðlunar í fyrstu fyrirlestrum. Þátttakendur læra um ferli sáttamiðlunar og hvert hlutverk sáttamiðlara er í því ferli. Kennd verða helstu verkfæri sáttamiðlara sem verða þjálfuð frekar í verklegri kennslu. Fjallað verður um hvernig sáttamiðlarar þurfa að geta tekist á við tilfinningar í sáttamiðlun og þátttakendur læra um alla helstu kosti og galla við sáttamiðlun. Að lokum er fjallað um hvernig hægt sé að innleiða sáttamiðlun og hvernig sáttamiðlunarákvæði í samningum eru notuð. 

Fyrirlestrar í fjarkennslu

Nemendur Sáttamiðlaraskólans fá aðgang að fyrirlestrum á sérstökum kennsluvef sem heldur utan um allt námsefnið. Því hentar námið vel með vinnu, því nemendur geta horft og/eða hlustað á fyrirlestrana á eigin forsendum, eins oft og þeir vilja. Aðgangur að kennsluvefnum helst opinn eftir að námskeiðinu lýkur.

Um er að ræða 9 fyrirlestra sem eru frá 30-50 mínútur að lengd og er tilgreint í kennsluáætlun lesefni fyrir hvern fyrirlestur.

Verklegar æfingar

Námskeiðið inniheldur þrjá vinnudaga (4 klst í senn) þar sem nemendur fara í gegnum verklegar æfingar, bæði sem aðilar og sem sáttamiðlarar. Verklegu æfingarnar eru til þess fallnar að þjálfa upp þá færni sem sáttamiðlari þarf að tileinka sér og er nauðsynlegur þáttur í náminu.

Gott aðgengi að leiðbeinendum

Nemendur hafa einnig gott aðgengi að einum fremstu sérfræðingum landsins á sviði sáttamiðlunar, bæði á meðan námskeiðinu stendur og í gegnum lokaðan hóp fyrir nemendur að því loknu. 

Námsmat

Námsmat er falið í mati á þátttöku nemanda, skil á verkefnum eftir verklega tíma og að lokum taka nemendur munnlegt próf að jafnaði viku eftir að síðasti verklegi tíminn fer fram.  

Algengar spurningar

Ef þú finnur ekki svarið – sendu okkur þá póst á lilja(at)sattaleidin.is 

Miðað er við að halda námskeið bæði á haustönn og vorönn ár hvert, svo lengi sem lágmarksþátttaka náist. Hægt er að sjá upplýsingar um skráningu á næsta námskeið hér.

Námskeiðið kostar 135,000 kr. Kennslubók fylgir með í námskeiðsgjaldi. 

Flest stéttarfélög bjóða upp á styrki til endurmenntunar. Hafðu samband við þitt stéttarfélag til að fá nánari upplýsingar. 

Með því að ljúka námskeiðinu hafa þátttakendur jafnframt uppfyllt skilyrði Sáttar til þess að vera í fagdeild félagsins og á lista Sáttar yfir starfandi sáttamiðlara. 

Þátttakendur verða að hafa lokið háskólanámi, ef tilgangur þeirra er einnig að öðlast inngöngu í fagdeild Sáttar, þar sem það er forkrafa. 

Kostur en ekki skilyrði er að þátttakendur hafi lært samningatækni, þar sem það nýtist vel í náminu. 

Við gerum þá kröfu að nemendur taki þátt í að minnsta kosti tveimur af þremur verklegum vinnudögum og að nemandi skili inn verkefni í stað þátttöku á vinnudegi.

Hvað segja fyrri nemendur?

Skráning

Við hlökkum til að sjá þig bætast við í hóp sáttamiðlara framtíðarinnar