Algengar spurningar
Ef þú finnur ekki svarið – sendu okkur þá póst á lilja(at)sattaleidin.is
Miðað er við að halda námskeið bæði á haustönn og vorönn ár hvert, svo lengi sem lágmarksþátttaka náist. Hægt er að sjá upplýsingar um skráningu á næsta námskeið hér.
Námskeiðið kostar 135,000 kr. Kennslubók fylgir með í námskeiðsgjaldi.
Flest stéttarfélög bjóða upp á styrki til endurmenntunar. Hafðu samband við þitt stéttarfélag til að fá nánari upplýsingar.
Með því að ljúka námskeiðinu hafa þátttakendur jafnframt uppfyllt skilyrði Sáttar til þess að vera í fagdeild félagsins og á lista Sáttar yfir starfandi sáttamiðlara.
Þátttakendur verða að hafa lokið háskólanámi, ef tilgangur þeirra er einnig að öðlast inngöngu í fagdeild Sáttar, þar sem það er forkrafa.
Kostur en ekki skilyrði er að þátttakendur hafi lært samningatækni, þar sem það nýtist vel í náminu.
Við gerum þá kröfu að nemendur taki þátt í að minnsta kosti tveimur af þremur verklegum vinnudögum og að nemandi skili inn verkefni í stað þátttöku á vinnudegi.