LL.M. in Dispute Resolution frá University of Missouri, USA 2015. Eigandi og stofnandi Sáttaleiðarinnar ehf.
Formaður Sáttar frá árinu 2016
Fjölbreyttur hópur nemenda
Sáttamiðlaraskólinn var stofnaður árið 2019 og fyrsti hópurinn útskrifaður í maí 2019. Síðan þá hafa verið haldin námskeið á bæði haustönn og vorönn á hverju ári.
Sáttamiðlaraskólinn er nám í sáttamiðlun fyrir þá sem vilja starfa sem sáttamiðlari eða nýta sáttamiðlun í starfi sínu. Námið er frábær leið til þess að auka við færni sína við úrlausn deilumála. Nemendur Sáttamiðlaraskólans hafa frá upphafi haft fjölbreyttan bakgrunn sem styður það sjónarmið okkar að sáttamiðlun á heima svo víða í samfélaginu.
Við hlökkum til að sjá þig bætast í hópinn!
Dagný & Lilja
Markmið
Markmið Sáttamiðlaraskólans er að auka framboð á námi í sáttamiðlun á Íslandi og að veita bestu mögulegu fræðslu og þjálfun til verðandi sáttamiðlara.
Sýn
Sýn okkar er að sáttamiðlun verði útbreitt og viðurkennt úrræði við úrlausn deilumála. Sáttamiðlun felur í sér friðsamlega úrlausn deilumála sem er samfélaginu öllu til hagsbóta.
Gildi
Góð samskipti
Þekking
Metnaður
„Sáttamiðlunarnámskeiðið er vel skipulagt og krefjandi en mjög gefandi. Lilja og Dagný styðja vel við nemendur með góðum fyrirlestrum og skýru námsefni og leiðbeiningum. Sáttamiðlun á vonandi eftir að ná flugi og góðri útbreiðslu sem tæki til lausnar ágreinings á Íslandi sem fyrst.“
„Það er hvetjandi að vera nemandi hjá kennurum sem kenna af ástríðu og einlægni á sviði sinnar fagþekkingar. Þeir koma efninu vel frá sér, bæði í formi kennslu og kennsluefnis.“
„Frábærir kennarar, jákvæðar og komu efninu vel frá sér. Krefjandi verklegar æfingar sem eru mjōg árangursríkar.“
Previous
Next
Skráning
Við hlökkum til að sjá þig bætast við í hóp sáttamiðlara framtíðarinnar