Fyrirkomulag kennslunnar er annars vegar í formi fyrirlestra á kennsluvef og annars vegar í formi verklegra æfinga. Námskeiðið að þessu sinni verður eingöngu kennt á Zoom en ekki í staðkennslu.
Kynningarfundur og opnun námskeiðsins verður þann 30. mars kl. 11:00-12:00. Dagsetningar verklegra tíma eru þriðjudagurinn 11. aprí frá kl. 9:00-12:30, föstudagurinn 14. apríl frá 9:00-13:00 og þriðjudagurinn 18. apríl frá 9:00-12:30. Námskeiðinu lýkur með munnlegu prófi á Zoom sem haldið verður dagana 26. og 27. apríl.