Fyrirkomulag kennslunnar er annars vegar í formi fyrirlestra á kennsluvef og annars vegar í formi verklegra æfinga. Námskeiðið verður kennt í staðkennslu á höfuðborgarsvæðinu (nánari staðsetning auglýst síðar) en einnig verður í boði að sækja verklega tíma í gegnum Zoom.
Kynningarfundur og opnun námskeiðsins verður þann 19. október kl. 11:00-12:00. Dagsetningar verklegra tíma eru fimmtudagana 2. nóvember frá kl. 9:00-13:00, 9. nóvember frá 9:00-13:00 og 16. nóvember frá 9:00-13:00. Námskeiðinu lýkur með munnlegu prófi á Zoom sem haldið verður 23. nóvember.