fbpx

Næstu námskeið

Skráning á haustönn 2023

Næsta námskeið Sáttamiðlaraskólans hefst 19. október 2023 

Fyrirkomulag kennslunnar er annars vegar í formi fyrirlestra á kennsluvef og annars vegar í formi verklegra æfinga. Námskeiðið verður kennt í staðkennslu á höfuðborgarsvæðinu (nánari staðsetning auglýst síðar) en einnig verður í boði að sækja verklega tíma í gegnum Zoom. 

Kynningarfundur og opnun námskeiðsins verður þann 19. október kl. 11:00-12:00Dagsetningar verklegra tíma eru fimmtudagana 2. nóvember frá kl. 9:00-13:00, 9. nóvember frá 9:00-13:00 og 16. nóvember frá 9:00-13:00. Námskeiðinu lýkur með munnlegu prófi á Zoom sem haldið verður 23. nóvember. 

Námskeiðið kostar 135,000 kr. og er síðasti greiðsludagur 9. október. Sæti á námskeiðinu er einungis staðfest þegar greitt hefur verið staðfestingargjald sem er 45,000 kr. sem gengur upp í námskeiðsgjaldið. Staðfestargjald er óafturkræft og flyst ekki á milli námskeiða. Kennslubók er innifalin í námskeiðsgjaldi. 

Einungis 12 sæti á hverju námskeiði

Ef þið hafið spurningar eða viljið fá frekari upplýsingar, endilega hafið samband við okkur í gegnum tölvupóst: Dagny@sattaleidin.is og Lilja@sattaleidin.is