Næstu námskeið
Nýtt!
Framhaldsnámskeið fyrir nemendur Sáttamiðlaraskólans
Fyrirkomulag
Þann 6. júní 2022 (mánudagur) verður boðið upp á framhaldsnámskeið fyrir fyrrum nemendur Sáttamiðlaraskólans.
Vegna fjölda áskorana frá fyrrum nemendum höfum við ákveðið að bæta við fyrsta framhaldsnámskeiði Sáttamiðlaraskólans. Fyrirkomulagið verður þannig að farið verður í gegnum þrjár nýjar verklegar æfingar, svo allir þátttakendur fá tækifæri til þess að vera í hlutverki sáttamiðlara.
Verklegi dagurinn okkar verður mánudagurinn 6. maí (ath um er að ræða frídaginn annan í hvítasunnu) frá 9:00-17:00. Einnig verður lögð áhersla á notkun spurningatækni og virka hlustun í sáttamiðlun.
Haldinn verður kynningarfundur mánudaginn 30. maí kl. 13:00 þar sem verklegu æfingarnar eru kynntar nánar, en allir þátttakendur fá val um hvers konar æfingu þeir vilja vera sáttamiðlari í og verður val um fjölskyldumál eða vinnustaðadeilur. Einnig verða sendar valdar greinar til umræðu og lærdóms á verklega deginum.
Dagsetningar
Kynningarfundur á Zoom 30. maí 2022 kl. 13:00
Mánudaginn 6. júní frá kl. 09:00-17:00. Mikilvægt er fyrir þá sem skrá sig að geta tekið þátt allan daginn til að hópavinna gangi sem best. Kennt verður á höfuðborgarsvæðinu og er eingöngu í boði að taka þátt í staðkennslu (ekki í gegnum Zoom að þessu sinni).
Skráning og greiðsla
Fullt verð námskeiðsins er 89,000 kr.
Til þess að tryggja sér sæti á námskeiðið þarf að greiða allt námskeiðsgjaldið. Eindagi námskeiðsgjalds er 30. maí því þá verður haldinn kynningarfundur fyrir námskeiðið og sent efni til undirbúnings.