fbpx

Námskeið á haustönn 2021

Opnað hefur verið fyrir skráningu á námskeið haustið 2021

Haldin verða þrjú námskeið á haustönn 2021. Gerð verður sú breyting á að hámarksfjöldi nemenda verður 12 á hverju námskeiði, í stað 15 áður. Fyrirkomulag kennslunnar er með þeim hætti, að veittur er aðgangur að kennsluvef og kennslubók send um leið og fullt námskeiðsgjald hefur verið greitt og því hægt að byrja á efninu hvenær sem er, en þó ekki síðar en 2 vikum áður en námskeið hefst. Á öllum námskeiðum er haldinn kynningarfundur á Zoom áður en kennsla hefst og munnlegt próf viku eftir að síðasta verklega tíma lýkur. 

Hér fyrir neðan má sjá nánari upplýsingar um dagsetningar hvers námskeiðs fyrir sig. 

September

3 verklegir tímar með viku millibili. 

Kynningarfundur á Zoom 2. september kl. 11:30

Verklegir tímar eru fimmtudagana 16. september, 23. september og 30. september frá kl. 13:00-17:00 alla dagana. 

Munnlegt próf í kringum 6/7. október. 

Uppselt!

Október

3 daga lota, hálfur dagur í senn.

Kynningarfundur á Zoom 6. október kl. 11:30

Verklegir tímar 20. október, 21. október og 22. október frá kl. 13:00-17:00 alla dagana.                               

Munnlegt próf í kringum 27/28. október.

4 laus sæti

Nóvember

3 verklegir tímar með viku millibili. 

Kynningarfundur á Zoom 25. október kl. 11:30

Verklegir tímar eru fimmtudagana 4. nóvember, 11. nóvember og 18. nóvember frá kl. 13:00-17:00 alla dagana.

Munnlegt próf í kringum 24/25. nóvember. 

5 laus sæti

Skráning og greiðsla

Fullt verð námskeiðsins er 119,000 kr. 

Til þess að tryggja sér sæti á námskeiðið þarf að greiða staðfestingargjald, sem er 30,000 kr. Eindagi námskeiðsgjalds er þann dag sem kynningarfundur er haldinn, en hægt er að fá aðgang að kennsluvef fyrr með því að greiða námskeiðsgjaldið að fullu.