Farið verður yfir hugmyndafræði og aðferðafræði sáttamiðlunar í fyrstu fyrirlestrum. Þátttakendur læra um ferli sáttamiðlunar og hvert hlutverk sáttamiðlara er í því ferli. Kennd verða helstu verkfæri sáttamiðlara sem verða þjálfuð frekar í verklegri kennslu. Fjallað verður um hvernig sáttamiðlarar þurfa að geta tekist á við tilfinningar í sáttamiðlun og þátttakendur læra um alla helstu kosti og galla við sáttamiðlun. Að lokum er fjallað um hvernig hægt sé að innleiða sáttamiðlun og hvernig sáttamiðlunarákvæði í samningum eru notuð.
Allt kennsluefni Sáttamiðlaraskólans er eign höfunda, Dagnýjar Rutar Haraldsdóttur og Lilju Bjarnadóttur. Nemendur Sáttamiðlaraskólans hafa eingöngu aðgang að kennsluefninu til einkanota. Dreifing á kennsluefni er með öllu óheimil.
Áskoranir og kostir þess að nýta fjarfundabúnað við samningaviðræður og sáttamiðlun.
https://sattamidlaraskolinn.is/wp-content/uploads/2020/11/Fjarfundir.pdf